Fólk sem hatar ketti

Skil ekki enn fólk sem hatar ketti.  Hvað hrjáir þetta lið?  Voru þau klóruð illa meðan þau voru að þvinga kisa einhvern tíma í æsku eða eru þau bara svona illa innrætt að upplagi?

Skil að minnsta kosti hundafólk sem hatar ketti.  Sá lýður þolir ekkert sjálfstæði hjá dýrunum sínum.  Hvuttarnir eiga að hlýða möglunarlaust.  Kettir eru allt of sjálfstæðir.  Þeir ráða sjálfir ferðinni og eigendurnir hlýða þeim án þess að gera sér grein fyrir því.

Annars skilst mér að fólk sem hatar ketti sé helst fólk sem fékk ekki að eiga nein dýr í æsku nema þau væru geymd í búrum.  Svo þegar þau fullorðnast og mæta ketti sem hefur skriðið inn um kjallaragluggann þeirra, þá fríka þau út og vita ekki hvað þau eiga til bragðs að taka annað en að skrifa níðgreinar um ketti og krefjast kattarbanns.

Í þeirra heimi búa gæludýr í búrum.

3 athugasemdir á “Fólk sem hatar ketti

  1. Ég hata ekki ketti en fynst að eigendur katta eigi að vera ábirgir fyrir eignaspjöllum sem þeir geta valdið og vera skyldugir til að þrifa skitinn upp eftir þá eða að hafa þá i bandi utandira ekkert spennandi að setja barn i vagn úta pall í sinum eigin garði og svo koma kettir og gramsa ofani vagninn eða einsog hefur gerst að þeir leggist ofan á andlit barna i vagninum

  2. Hvaða rugl er nú þetta? Hef aldrei séð þig tjóðra kisurnar þínar. Og hver setur barnið sitt út á pall núorðið. Enginn! Kannski út á svalir, en aldrei út á pall. Og þá með traustri vörn svo kisur, fuglar og skordýr geti ekki skriðið inn í vagninn.

  3. það er rett eg hef aldrei tjóðrað ketti enda aldrei att kott hun systir þin bar ábyrgð á kisunum og það er rett hjá þer að engin setur vagnin lengur ut á pall enda ekki hægt vegna kattavandamala en eg vil að kettir verði tjóðraðir einsog hundar þetta er að verða mjög algengt her i danaveldi ég sé þetta víða á flakki mínu.en hef heirt að folk geri þetta lika til að losna við að kisi komi heim með flær sem er vandamál hjá kottum hér
    en malið er að ef þú vilt gæludír þá er ekkert sem segir að þu megir troða þvi uppá nágrannan þannig að gæludir i bur eða i bandi

Færðu inn athugasemd