Evu Hauksdóttur pistlahöfundur og bloggari verður seint talin öfgafemínisti. Hún var gestur í Silfri Egils í dag og lýsti sínum umdeildu skoðunum.
Samkvæmt hennar skilningi þá kæra konur ekki lengur ofbeldi gegn sér heldur slaka upplifun á samlífi tveggja einstaklinga. Þær eru ósáttar við að fá ekki fullnægingu og þess vegna telst það nauðgun. Maðurinn stóð ekki undir væntingum.
Eflaust hefur netið logað síðan þættinum lauk. Öfgafemínistar eru ekki alveg að gleypa þessa skýringu. Í þeirra huga telst það til nauðgunar ef náungi horfir á eftir lögulegri stúlku. Hann nauðgar henni í huganum.