Fávís maður eins og ég skilur ekki af hverju allt mun fara til helvítis ef Ólafur forseti fær ekki að hanga í embætti í tvö ár í viðbót. Skil ekki heldur hvers vegna náunginn hætti við að hætta. Enginn er ómissandi.
Nú er ljóst að Icesave fer fyrir EFTA dómstólinn. Enginn forseti getur sent þau leiðindi aftur til þjóðarinnar. Við höfnuðum því og tókum áhættu sem er að skila sér í fjöldamálsókn Evrópuríkja gegn okkur. Blöffið okkar tókst ekki og nú fáum við sko að borga brúsann og það duglega.
Hvað Evrópusambandið varðar þá stendur svart á hvítu að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram um samninginn sem okkur býðst. Þurfum engan Ólaf Ragnar til að baktryggja það. Og ef illa fer þá gerum við bara allt vitlaust með búsáhöldum.
Auk þess eru góðar líkur á að viðræðum verði bráðlega slitið eða slegið á frest vegna gremju Vinstri-Grænna með þátttöku ESB í málsókn EFTA gegn okkur. Góðar líkur eru á að hrútleiðinleg kommastjórnin springi loks í loft upp.