Litla-Kína

Spurning hvort að það sé ekki málið að skella sér í kínverskunám?  Huang Nubo er að ná því að smygla sér inn bakdyramegin inn á Grímsstaði.  Undirritaðir voru fullt af samstarfssamningum við hundrað manna sendinefnd forsætisráðherra Kína.

Og ég var strandaglópur niður í miðbæ vegna þess að Hverfisgatan var lokuð síðdegis á laugardag því greyið Kínverjarnir meika ekki mótmæli.  Er ekki viss um að ég meiki kínverskan yfirgang á Íslandi í framtíðinni.

Færðu inn athugasemd