Finnst að fólk innan Þjóðkirkjunnar ætti að bíða aðeins með að fagna kjöri Sr. Agnesar. Vissulega er hún kona og sú fyrsta til að verða biskup, en hún er enginn boðberi byltinga eða aukins frjálslyndis innan kirkjunnar.
Til að mynda hikstar hún ætíð þegar einhver spyr hana hvort hún muni taka þátt í gleðigöngu samkynhneigðra. Bullar bara að hún sé utan af landi og hafi þess vegna aldrei tekið þátt auk þess sem henni sé illa við fjölmennar samkomur. Af hverju svarar hún ekki bara að henni sé illa við samkynhneigt fólk og myndi ekki gifta þau samvisku sinnar vegna (eins og hún hefur rétt á skv. lögum).
Nei, hér er bara á ferð kvenkyns útgáfan af svartstökkunum sem hafa stjórnað þessu úrelta apparati alla tíð. Nægir að nefna að hún hefur verið fulltrúi tveggja síðustu biskupa í siðanefnd Prestafélagsins síðastliðin 17 ár; eða síðan 1995 þegar Ólafur Skúlason var enn í embætti.
Sé ekki eftir að hafa sagt mig úr Þjóðkirkjunni. Og efast um að við villuráfandi sauðirnir munum snúa aftur í fjárhúsið vegna þess eins að nýi hirðirinn er kona. Til þess þarf miklu meira. Eiginlega að „Jón pönkari þjóni fyrir altari“.