Æ, blessuð eyrnabólgan virðist ekkert vera á förum úr því hægra. Eina sem ég hef grætt á eyrnaolíunni er minni verkur en sama skerta heyrnin er enn til staðar. Plús aukaverkun sem felst í djöfullegum niðurgangi tvisvar til þrisvar á dag. Ætti að auglýsa þessa mixtúru sem hægðarlyf.
Grasalæknar ráðleggja hvítlauk í eyrað. Læknar sýklalyf. Kannski kominn tími til að heimsækja háls-nef og eyrnalækni? Tala við einhvern með viti. Svona áður en ég tryllist og sker af mér eyrað eins og Vincent Van Gogh gerði forðum. Ef til vill þjáðist hann bara af eyrnabólgu í stað geðveiki?