Saklausar syndir

Á Nýja-Sjálandi kostar sígarettupakkinn helmingi meira en hérlendis og uppi eru hugmyndir að hækka hann í 5.000 – 10.000 kr. til að útrýma reykingum.  Svipað hlutfall þjóðarinnar, eða 15%, reykir þar og hér á landi.  Og hvað með það!

Megum vera þakklát að ekki fleiri reykja.  Og með áframhaldandi áróðri mun prósentan lækka enn meira.  Of hátt verð eða sölubann kallar á smygl.  Og þá fyrst byrjar ballið.

Leyfum fólki að eiga sínar saklausu syndir.  Ofurskattastefna á tóbak og áfengi minnkar ekki kaupvilja fólks heldur aðeins innihald buddunnar.  Og sá peningur fer alveg örugglega ekki til forvarna heldur í einhver gæluverkefni stjórnvalda.

Fyllum frekar hillur af ódýrum vínum og vindlingum og þá fyrst mun umgengni okkar gagnvart áfengi skána og verða eins og hjá siðmenntuðum þjóðum. – Eða ekki.  Breytir ekki öllu.  Eigum bara að fá slíkar vörur á eðlilegu verði út úr búð.  Mér er slétt sama þó ríkið eigi þá sjoppu áfram.

Færðu inn athugasemd