Hvar er Guðmundur Jaki?

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness hittir naglann á höfuðið þegar hann segir að auðveldara sé að verða forseti Norður-Kóreu heldur en ASÍ.  Ekkert lýðræði ríkir í Alþýðusambandi Íslands.  Langt í frá!

Þess vegna skil ég ekki af hverju ég er að rembast við að greiða í verkalýðsfélag af mínum allt of lágu atvinnuleysisbótum.  Af hverju læt ég ekki bara einhver mótorhjólasamtök hafa sömu upphæð.  Þau láta að minnsta kosti verkin tala.

Íslensk verkalýðfélög eru bara geymslustaðir fyrir menn í jakkafötum á forstjóralaunum.  Þau gera ekkert gagn lengur.  Á bara að leggja þau niður.

Færðu inn athugasemd