Þvílíkur andskotans aumingi

Nú nálgast ég óðum fertugt.  Er barnlaus og einhleypur.  Á ekki nokkurn skapaðan hlut nema of feitan skrokkinn af sjálfum mér.  Er ekki einu sinni í vinnu eða námi.  Þvílíkur andskotans aumingi!

Eins og það sé ekki nóg, þá hóta læknar mér að ég þurfi bráðum að fara að sprauta mig með insúlínpenna ef ég tek mig ekki betur á.  Ég þurfi að grennast og léttast með hraði.  Annars fari nýrun að gefa sig.  Svo fæturnir.

Einhvern veginn er mér alveg sama.  Eru fjörtíu ár ekki bara fínn aldur?  Til hvers að hanga hérna eitthvað lengur?  Bara bull og vitleysa!

Ekki eins og það sé skemmtilegt að skrimta á atvinnuleysisbótum.  Skömmtun úr hnefa.  Þreyja þorrann og skammast sín fyrir að fá hvergi vinnu.

1 athugasemd á “Þvílíkur andskotans aumingi

  1. Iss piss þetta er rétt að byrja núna….40 ára engin aldur, tekur þig í gegn, færð þér svo vinnu og byrjar kafla 2 í lífinu……lífið er til þess að njóta þess :-)

Færðu inn athugasemd