Hugarró

Skrítið hvernig ein verslunarferð getur breytt miklu.  Píndi sjálfan mig til að þræða Laugaveginn í leit að brókum.  Leit meira að segja inn í báðar Rauðakrossbúðirnar en fann ekki neitt á fíl eins og mig.  Datt loksins niður á tveggja manna tjald í Dressmann sem smellpassaði á mig.

Var búinn að gleyma þessari góðu tilfinningu sem brýst fram eftir góð fatakaup.  Tilhlökkuninni að klæðast nýrri flík við næstu mannamót.  Hef ekki þorað inn í fataverslanir í lengri tíma af ótta við að ekkert passi á mig.  Er vissulega á mörkunum.  Má ekki fitna mikið meira.

Ef þetta er ekki hvatning til að grennast þá veit ég ekki hvað!  Fatakaup eru góð fyrir sálina.  Skil betur konur sem líður illa ef þær komast ekki í búðir að skoða skó og föt.  Mikil slökun í því fólgin að þræða fataverslanir.

Annars er ég með blæti fyrir bókaverslunum.  Nægir að líta inn í eina slíka til að ná áttum.  Sérstaklega við það að skoða penna.  Þeir róa hug minn.  Og líka ólínustrikaðar bækur.  Einnig byssur.  Þær veita mér hugarró.  Veit ekki af hverju.

1 athugasemd á “Hugarró

  1. Flottur….þarft að draga mig með næst þegar þú ferð í fatabúðir….komin tími til að endurnýja á gamla :-)

Færðu inn athugasemd