Klíkulandið

Hvarvetna sem ég hef stigið niður fæti í lífinu hef ég rekist á múra stéttarskiptingar og klíkumyndunar.  Sú mýta að Ísland sé án lagskiptinga er tóm þvæla.

Sumir telja sig hærra setta og gera allt til að verja stöðu sína þegar þeim finnst stöðu sinni ógnað.  Þarna eru á ferð forréttindapésar sem eru vanir að fá allt upp í hendurnar gegnum flokkslínur og ættartengsl.

Gott dæmi er gjörvöll embættismannastétt landsins.  Þar kemst enginn inn nema í gengnum klíkubönd ættar eða flokks.  Fólk með gömul dönskuskotin ættarnöfn kemst sjálfkrafa inn, enda komið af gömlu embættismönnunum sem þjónuðu Dönum.

Svona er þetta líka í fyrirtækjunum.  Sérstaklega þeim stóru.  Þrepaskipting og hópamyndun.  Sumir eiga sér aldrei von.  Er haldið utan við og niðri allan starfstímann.  Fyrir það eitt að opna á sér kjaftinn og tala kjarnyrta íslensku.  Slíkt er illa séð og þannig einstaklingar taldir ætla sér eitthvað meira en þeim ber.  Það má ekki rugga bátnum.

Færðu inn athugasemd