HK über alles!

Fyrsta félagið á landinu sem var stofnað sem handknattleiksfélag er loksins orðið Íslandsmeistarar.  Til hamingju HK!

Mætti liðinu á heimleið frá Hamraborginni.  Þeir voru í langferðarbíl í fylgd tveggja vaskra lögregluþjóna úr bifhjóladeild.

Ég tók stoltur ofan hafnarboltahúfuna og  veifaði þeim.  Uppskar við það mikið öskur og ótal skálanir liðsmanna vopnuðum íslenskættuðum bjórdósum.

Svona stundum missir fólk af sem ferðast bara með blikkbeljum og nennir ekki að rölta út í búð á fallegum vorkvöldum.

Færðu inn athugasemd