Hýenurnar í Hollywood

Hýenurnar í Hollywood eru ekki fyrr búnar að stinga Mel Gibson úr tönnunum á sér að þær snúa sér að næstu bráð.  Sjálfum John Travolta.

Einhver lögmannsleysa hefur fengið tvo nafnlausa nuddara í lið með sér sem krefjast hvor tveggja milljóna dala (250 m. kr.) af Travolta vegna þess að hann á að hafa leitað á þá.

Nú þegar virðist vera búið að hrekja aðra ákæruna.  Sleðinn var staddur í New York þegar hann átti að hafa verið nakinn á nuddbekknum í Los Angeles.  Það sem fólk reynir til að eignast peninga.

Eflaust átti að kúga fé út úr Travolta því honum væri svo annt um karlmennskuímynd sína.  Þegar það gekk ekki fengu fjölmiðlar fréttirnar.  Nú er þetta bara fyndinn farsi.

Hverjum er ekki sama hvort kallinn sé í skápnum.  Eða hvort nuddararnir séu að segja satt.  Veit ekki betur að krafa viðskiptavina um „happy ending“ sé býsna algeng.  Því ekki frá stjörnum eins og John.  Óþarfi að gera veður út af því.

Færðu inn athugasemd