Fór yfir gamla tölvupósta sem ég hafði geymt hjá visir.is sem er að fara rukka fyrir netfangið. Valdi einhverja af handahófi og þóttist senda þá áfram á hitt netfangið mitt en án árangurs. Sendi og eyddi jafnóðum. Komst svo að því að ég hafði sett .is í stað .com.
Sem er bara besta mál. Hafði hvort sem var ætlað mér að eyða þessum leiðindum. Huggun harmi gegn er að ég náði að lesa yfir flesta póstana sem náðu allt til 2007. Auðvitað réttast að prenta þá pósta út sem eru mikilvægir.