Snemma beygist krókurinn

Merkileg afsökun skólastjórnenda þegar upp kemst um einelti í þeirra skólum.  Að þar sé í gangi áætlun gegn einelti.  Svona eins og þess vegna megi það halda áfram án athugasemda.  Að þeim sem áfram verði fyrir einelti í skólum með áætlun verði ekki bjargað og megi því enda utangarðs.

Allt hjal um að gerendurnir séu líka fórnarlömb er bull!  Þeim líður ekki alltaf illa eða koma frá brotnum heimilum.  Oftar en ekki eru þeir efst í goggunarröðinni.  Vinsælu og efnuðu krakkarnir sem finnst veldi sínu ógnað af krakkanum sem þau leggja í einelti.  Snemma beygist krókurinn.

Færðu inn athugasemd