Stundum skammast ég mín fyrir hve samlandar mínir geta verið blindir þegar seðlabúnti er veifað fyrir framan þá. Skiptir þá engu að þar sé á ferð útsendari Kínastjórnar að tryggja þeim landréttindi fyrir nýtt Chinatown á Grímsstöðum. Golfhótel my ass! Slíkt mun aldrei bera sig.
Meðan við horfum fimm ár fram í tímann, horfa Kínverjar fimmtíu ár. Eru nú komnir með stærsta sendiráðið í borginni og sækja fram til frekari áhrifa hérlendis. Leiðtogi þeirra leit meira að segja við og í fyrsta skipti sá ég íslenska lögreglu bera vopn erlendum erindreka til varnar. Undarlegt!
Nei, hættum að blekkja okkur. Þessum manni fylgir engin atvinna fyrir íslenskan iðnað. Hann mun fljúga inn stórum hópi samlanda sinna sem starfa á þrælataxta og greiða sín gjöld og skyldur til Kínverska Alþýðulýðveldisins. Svo þegar hótelið er tilbúið munu bara kínverskir starfsmenn starfa þar með stöku undantekningum.
Hélt að við værum svo mikið fyrir skák að við áttuðum okkur strax að Huang Nubo er einn af taflmönnum Kínastjórnar sem er verið að koma fyrir á eyju milli Evrópu og Ameríku.
Bráðum opnast siglingaleiðin um norðurslóðir. Áður verður Nubo búinn að kaupa niðurníddan, kvótalausan og austfirskan kaupstað og byggja þar umskipunar- og olíuhöfn. Og þar með stela glæpnum frá okkur.
Fólk virðist ekki fatta að Kínverjar geta auðveldlega yfirtekið eyjuna okkar. Einfaldlega með því að flytja inn hundruði þúsunda og verða fjölmennari en við. Rétt eins og Rússar reyndu að gera í leppríkjum Sovétríkjanna.
Time to wake up and smell the coffee!