Forvörn og meðferð

Álfasölu SÁÁ lýkur í dag.  Sölufólk reynir ákaft að höfða til samvisku okkar fyrir utan Vínbúðir og Bónusverslanir.  Veit ekki hvað þessi fígúra kostar núna.  Hef strunsað framhjá öllu liðinu með bjór í poka og lokað fyrir hlustir og buddu.

Rándýran bjór sem ætti með réttu að gera svona betl óþarft.  Eiga himinhá áfengisgjöld og skattar ekki að renna til forvarna og meðferðarúrræða?  Greinilega ekki fyrst að SÁÁ neyðist til að grípa til betlistafsins nokkrum sinnum á ári.

Langaði til að mölva sjónvarpið þegar Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar SÁÁ vældi sáran í Kastljósi að enn hærra verð á áfengi hefði fækkað glæpum í landinu.

Fattar ekki að stór hluti glæpalýðsins hefur snúið aftur til heimahaganna í A-Evrópu eftir að hafa gengið hér um í hópum berjandi menn og nauðgandi konum í miðbæ Reykjavíkur fyrir hrun.

Og gleymir að nefna alla unglingana sem fara beint í sterkari efnin því þau eru mun ódýrari og auðfengnari en sakleysislegur bjór úr rammgerðum, ríkisreknum okurbúllum.

Gunnar Smári á bara að skammast sín ásamt hinum fávitunum sem halda því fram að rándýr og ríkisrekin áfengisverslun forði ungviðinu frá fíkn í vín og vímuefni.

ÁTVR er botnlaus tekjulind fyrir ríkið.  Stofnun sem rukkar inn himinhá gjöld og skatta af vöru sinni en skilar þeim svo ekki til forvarna og meðferðar.  Notar aurinn frekar í að halda uppi ofvöxnu og sístækkandi embættismannakerfi.

Og til að halda úti síðustu ríkisreknu verslun Íslenska lýðveldisins; Vínbúðinni.

Færðu inn athugasemd