Frekjan

Dreymdi frekjuhund frá fyrri tíð.  Vaknaði hálf fúll í kjölfarið.  Og gerði mér um leið grein fyrir að slíkir hundar þrífast á því að við hin bökkum og veitum þeim rými til að koma sér fyrir í frekju sinni.

Frekjan er svo skrítin að við búumst ekki við henni.  Og svo þegar hún loksins brýst fram þá vitum við ekki hvað skal gera.  Leyfum frekjudollunni frekar að vaða áfram í eigingirni sinni til að halda friðinn.  Enginn vill átök.

Í stað þess að stöðva frekjuna um leið og hún fer að heimta hitt og þetta…annars.  Veitum henni þetta…annars beint í afturendann.  Við ráðum okkur sjálf!

Færðu inn athugasemd