Skil ekkert í Sjálfstæðisflokknum að vilja ekki bjarga NASA frá því að verða rifið niður í öreindir! Sjálfum gamla Sjallanum í Reykjavík. Að flokkurinn skuli leyfa einhverjum Framsóknarmanni að tæta húsnæðið niður svo hægt sé að byggja hótel á reitnum.
Kannski ekkert skrítið þar sem að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru tvær deildir Sjálfgræðgisflokksins. Þar er ekkert rými fyrir sögu og menningu. Bara hreinan gróða. Annað má eiga sig.
Því ekki, fyrst að búið er að rífa gamla bakaríið þar sem jólasveinarnir birtust ofan á forðum daga syngjandi og dansandi. Og reisa þar himinháa skrifstofubyggingu sem hýsir aðallega skrifstofur Alþingis.
Því skyldi þá ekki gamla Sjálfstæðishúsið hverfa líka?