Tók eftir því þegar eitthvert íþróttafíflið á einni stöðinni óskaði Valsmönnum til hamingju með sigurinn í kvennahandboltanum. Svona rétt eins og að þægar og hlýðnar Valskonur hafi verið að draga verðlaun í hús fyrir Valsmenn. Til að þóknast þeim.
Svipað og þegar viðmælendur í fjölmiðlum tönnlast á því að „menn sætti sig ekki við…“ eða að „menn séu þakklátir fyrir…“. Og ef einhver gerir athugasemd þá er gripið til þeirrar sígildu skilgreiningar að konur séu líka menn.
Bull og vitleysa. Þegar konur í Val verða Íslandsmeistarar, þá eru þær Valskonur!