Regnið í gær var í anda Þjóðhátíðar í Eyjum. Ömurlegar dembur og skúrir þess á milli. Ég flatur og skítþunnur í leku tjaldi með æluleifar í kokinu og alveg að míga á mig. Gott ef ég þarf ekki að kúka líka. Djöfull er ég svangur! Verð edrú í kvöld – Einmitt!
Slær ekkert slíka morgna út í Herjólfsdal. Svefnleysi, kvenmannsleysi, og hlandpína frá Helvíti. Djöfull skal ég hösla næstu nótt! Fyrst er það sturta og næring. Fataskipti og von um betri tíð.
Lífið er yndislegt!