Djöfulsins viðbjóður sem kosningabaráttan virðist ætla að verða. Ekki vegna frambjóðendanna, heldur stuðningsfólks þeirra tveggja efstu í skoðanakönnunum.
Hatrið hreinlega lekur af hverju orði sem þetta lið ælir út úr sér á netinu. Sérstaklega á ummælakerfi dv.is. Heykvíslar og kyndlar.
Málið snýst ekki lengur um persónur frambjóðenda, heldur hvar í pólítík þau stóðu eða standa núna. Og hvernig þau munu mögulega beita 26. grein stjórnarskrárinnar. Hvort þau séu Evrópusinnar eða andstæðingar aðildar.
Mér er eiginlega orðið andskotans sama hver vermir forsetastólinn næstu fjögur árin. Væri sennilega ódýrast að sleppa kosningum í framtíðinni og leyfa Ólafi greyinu að halda embættinu til dauðadags. Því að hann á eftir að endurtaka leikinn eftir fjögur ár og hætta við að hætta. Nenni ekki á horfa á það leikrit aftur.