Júróvisjónveislan hafin enn einu sinni. Tæp vika af samkynhneigðustu söngvakeppni veraldar. Og við auðvitað búin að sigra fyrirfram. Nema hvað!
Er reyndar rannsóknarefni hve hrifin við erum af keppninni. Auðar götur og verslanir tæmast af gosi og snakki. Vínbúðir hafa vart við. Ekki frekar en kjötvinnslur að græja steikur á grillin eða flatbakarar með megatilboðin sín.
Vorið er loksins komið þegar Eurovision birtist á flatskjám landsmanna. Við rústum þessari keppni. Svo mikið er víst!