Bláa tunnan

Er auðvitað þakklátur fyrir að fá bláa endurvinnslutunnu við hlið sorptunnunar. Hélt samt að þær yrðu fleiri.  Bara tvær hérna hjá okkur í fjölbýli með sex íbúðum. Nú þegar er önnur þeirra orðin full og mánuður í að þær verði fyrst losaðar skv. kopavogur.is.

Sorpið er losað á tveggja vikna fresti.  Áður liðu tíu dagar á milli.  Og nú virðist sem að heill mánuður eigi líða á milli losunar á bláu tunnunni.  Gengi kannski upp ef þær væru tvöfalt fleiri fyrir utan hvert hús.  Annars verður að losa þær jafn oft og sorpið.

Á vitaskuld eftir að koma reynsla á fyrirkomulagið.  Ég held samt að tvær tunnur fyrir sex heimili sé of varlega áætlað.  Sérstaklega fyrst að losunin er mánaðarlega.

Færðu inn athugasemd