Tæpt er á milli herra Ólafs Ragnars og Þóru Arnórsdóttur í fylgi. Persónulega finnst mér forsetinn hafa komið illa fram við Þóru. Og þá sérstaklega vegna kyns hennar og aldurs. Sextán ár verða að vera nóg í embætti fyrir gamlan pólítíkus.
Karlandskotinn var hættur um áramótin en dró svo í land þegar frambjóðendur fóru að gefa sig fram. Atburðarrásin var listilega hönnuð. Ólafur Ragnar elskar átök og sérstaklega að standa uppi sem sigurvegari að þeim loknum.
Þess vegna verðum við að veita öðrum atkvæði okkar. Til að kenna karluglunni mannasiði. Að við sem þjóð séum ekki fávitar upp til hópa. Að við séum fullfær um að kjósa okkur forseta án þess að hann sé lokaniðurstaðan. Enginn er ómissandi!
Kristjáni Eldjárn fannst tólf ár meira en nóg í embætti. Og hann gekkst ekki við hvatningarorðum þess efnis að þá væru óvissir tímar framundan sem krefðust áframhaldandi setu hans í embætti forseta. Enginn er ómissandi!