Botnlausar væntingar íslenskrar þjóðar sigldu í strand í gær. Lentum í 19. sæti og því fá handhafar ÓB-lykla samsvarandi aukinn afslátt í dag af rándýrum bensínlítranum. Persónulega er ég ekkert hissa. Við þessu var að búast.
Íslenska atriðið var fullkomið. Vel flutt og flott. En það er einmitt málið. Það virtist of vel æft. Næstum því þýskt í nákvæmni sinni. Vantaði bara svolitla leikgleði í það og pláss fyrir túlkun í samanburði við mörg hin lögin.
Sænska sigurlagið má eiga það að vera sambland af drama og dansi. Og hreinum þokka flytjandans. That X-factor! Þannig er það bara. Sorry íslensk þjóð sem var búin að fá ást á Grétu og Jónsa! Gengur bara betur næst.