Love Will Set You Free

Viðurkenni fúslega að ég hélt með gamla manninum sem svo reyndist vera næst elsti keppandinn í Baku.  Ein af rússnesku ömmunum er víst ári eldri en hann. Bömmer!

Engelbert Humperdinck skilaði sínu að mínu mati en hefði mátt sleppa lokaöskrinu.  Sá gamli fékk loksins draum sinn uppfylltan með því að taka þátt. Hafði reynt að komast í keppnina fyrir fjörtíu og fimm árum án árangurs. Öðlaðist reyndar heimsfrægð stuttu seinna.

Ég er veikur fyrir fallegum enskum framburði rétt eins og Eiríkur Hauksson. Þvílíkur munur að hlýða á eldri, enskan herramann syngja fallegt ástarljóð. Hreinasta unun.  En slíkur flutningur er ekki fyrir alla. Skiljanlega.

Færðu inn athugasemd