Vissulega er Eurovision ekki keppni í mannréttindum. Svo mikið er víst. Samt mega keppendur þess alveg við því að leggja áherslu á mannréttindi. Þrátt fyrir að mér hafi fundist sótt að ósekju að Grétu fyrir að hafa ekki fylgt í kjölfar Loreen þegar hún heimsótti sjóræningjafjölmiðil í Baku.
Persónulega hefði ég látið í mér heyra. Og það hátt og skýrt. Þannig var ég bara alinn upp. Hefði ekki látið eitthvert ímyndað evrópskt samræmi villa mér um sýn. Þegar einhver er að skíta á sig á að benda á það. Svo einfalt er það! Og viðkomandi á að skammast sín og breyta til batnaðar.