Skrattaðist í smá verslunarleiðangur í gær. Ekki bara vegna Eurovision, heldur var allt tómt hjá mér. Ákvað að styrkja ríkið aðeins extra og slæddist inn í Vínbúð í leit að Thule. Múgur og margmenni þvældust fyrir mér. Come on, við vorum bara að fara að tapa í Eurovision!
Faðir rétt yngri en ég sem var á eftir mér með ca. sex ára dóttur sína fékk mig til að staldra við. Karlgreyið hafði ætlað sér að kaupa tvær léttvínsflöskur en kortið svaraði „engin heimild“. Stráksgreyið svaraði neitandi þegar kassagaurinn spurði hvort hann kæmi aftur. Kvöldið var ónýtt hjá honum. Ég fann virkilega til með honum. Lá við að ég byðist til að leggja út fyrir flöskunum hans tveimur.
Fell hreinlega saman þegar ég verð vitni að því að einhver hafi ekki efni á að greiða fyrir vörurnar sínar. Slíkt er svo sorglegt. Sjálfur passa ég að lenda ALDREI í slíkri stöðu. Fylgist vel með mínum litlu fjármálum. Að þurfa aldrei að greiða FIT- kostnað fyrir að fara yfir núllið. Merkilegt samt að manni skuli samt alltaf vera hleypt þar yfir án viðvörunar?
Bankar eru umboðsmenn Andskotans!!!