Gleðilegt sumar

Sumarið er framundan með áætlun um að missa að minnsta kosti sex og helst fleiri kílógrömm og lækka sykurstuðulinn niður í viðráðanlega tölu.   Því læknirinn sagði mér að mæta ekki í tékk í byrjun september í sama ástandi og ég var núna síðast.  Hann er búinn að fá nóg af letinni í mér.

Hef fengið lokaséns til að snúa taflinu við.  Læknirinn spurði mig hreint út hvort ég vildi í raun léttast eða ekki.  Ég svaraði játandi og ætla að standa við það.  Er orðinn svo leiður á því að vera fituhlunkur með áunna sykursýki.

Langar ekki til að fara að sprauta mig með insúlínpenna í síðuna.  Hjáveituaðgerð er eiginlega ekki heldur í boði fyrir mig.  Gaur eins og ég sem hefur verið lengst af grannur á að geta orðið þannig aftur án aðgerða.  Eða svo segir læknirinn mér.

Gleðilegt sumar!

Færðu inn athugasemd