Stöð 2 drullar upp á bak

Kappræður frambjóðenda á Stöð 2 voru þvílíkt misheppnaðar.  Um leið og þær hófust vissi ég að þær hefðu strax siglt í strand.  Upplagið var hið sama.  Að Þóra og Ólafur myndu takast á í lokin.  Auðvitað sættu ekki allir frambjóðendur sig við slík skipti og yfirgáfu Hörpuna.

Ekki batnaði útsendingin eftir það.  Spyrlarnir voru bæði dónalegir og illa undirbúnir.  Hann jafn freðinn og venjulega og hún í miklum vandræðum með að leyna andúð sinni á sitjandi forseta.  Gott ef ég mátti ekki greina góðlátlegt glott hjá Þóru yfir klúðurslegri stjórn parsins á umræðunum.

Hefði ekki verið fyrir Herdísi hefði tveggja turna tal gengið út þáttinn.  Á hún jafn mikla þökk skylda fyrir að hafa setið áfram og Andrea, Ari Trausti og Hannes fyrir að hafa ekki látið misbjóða sér frekar af hendi fréttastofu Stöðvar 2.

Hefði samt þótt skárra ef Herdís og Þóra hefðu gengið út ásamt hinum og skilið karlugluna eina eftir í settinu.  Svona ósanngjarnar kappræður eiga sér engan tilverurétt.  Enda nennti ég varla að horfa á þær.  Skipti þó öðru hvoru yfir á þær meðan ég horfði á Landann og Höllina (Borgen).

Færðu inn athugasemd