Eftir hrunið varð montfólkið að finna sér nýjan vettvang. Ekki er lengur stemning fyrir rándýrum húsgögnum og bifreiðum sem birtust í Innlit/Útlit. Nú er áherslan lögð á líkamsburð. Crossfit og Bootcamp. Enginn er gjaldgengur núna nema að vera rosalega flottur. Aðrir eru aumingjar með hor í nös.
Fyrir hrun var þetta lið vel frambærilegt en er nú enn flottara. Svo glæsilegt að það fær fullnægingu við að líta á sjálft sig í spegli. Á meðan engjumst við fitubollurnar um. Jafnvel þó við séum á niðurleið í kílóum talið. Við eigum svo langt í land að nálgast slík flottheit. Sem er svo letjandi að mörg okkar gefumst upp á að bæta okkur.
Ekki bæta þættir eins og Stóra Þjóðin úr skák. Þar sem ofurskvísan Inga hamrar á hve ljót og feit við erum orðin. Hvað veit hún um slíkt? Hefur aldrei verið feit eða ljót.