Heilsufasismi

Hreinlega heyrði ískra í einhverjum heilsupostulanum af gleði þegar hugtakið „neyslustýring“ bar á góma.  Ofurskatt á sykraðar vörur.  Það leysir allan vanda spikfeitrar þjóðar.  Sköttum okkur út úr offitunni.  Hálfvitar!

Hefur ofsköttun á áfengi og tóbaki skilað viðunandi árangri?  Nei, alls ekki.  Bara rekið fólk út í heimaframleiðslu, feluleik og gjaldþrot.  Og skapraunað þeim meirihluta sem ekki misnotar áfengi en þarf samt að greiða útlim fyrir smá léttvín með grillsteikinni.

Áróður og vitundarvakning er það eina sem skilar einhverjum árangri.  Stór hluti Íslendinga skilur það því miður ekki.  Vilja frekar grípa til þvingunaraðgerða. Sumpart vegna umhyggju yfir heilsu samborgara sinna en mestanpart vegna þess að það er svo gaman að drottna yfir öðrum og láta fólk lúta sínum vilja með valdboði að ofan.

Færðu inn athugasemd