Snusukvef

Einhver bölvuð kvefpest búin að ná mér.  Var svona líka í gær niður á Rútstúni.  Lét mig samt hafa það að hökta þar á eftir mömmu.  Maður vogar sér ekki að segja nei við nýbakaða langömmu.  Hafði svo sem gott af því að hlunkast aðeins úti í hreina loftinu og rekast á fólk.

Hið góða við að sækja viðburði í Kópavogi er að þar drukknar maður ekki í mannfjölda.  Hittir vini, kunningja og nágranna.  Á ekki í hættu að verða sektaður fyrir að leggja bílnum upp á gangstétt eða úti á túni.  Og það eru kvöldtónleikar í Kópavogi fyrir blessaðar gelgjurnar.

Besti flokkurinn í Reykjavík ætti að heita Leiðinlegasti flokkurinn.  Þau eru bara talsmenn leiðinda. Slógu af kvöldtónleikana.  Hótuðu að sekta fólk sem fann ekkert stæði fyrir bílinn sinn.  Og sýndu hundaeigendum fingurinn.  Verður „gaman“ að sjá hvernig þau munu klúðra Gleðigöngunni og Menningarnótt.

„Það er gott að búa í Kópavogi!“

Færðu inn athugasemd