Falskur fugl

Stór hluti þjóðarinnar finnst það vera eitthvert lögmál að Ólafur Ragnar sitji fjögur ár í viðbót því óvissutímar séu framundan.  Sama lið á ekki eftir að þora að ljá nýjum framboðum atkvæði sitt að ári liðnu í kosningum til Alþingis.  Þau vita hvað þau hafa og eru hrædd við breytingar.

Gott og vel.  En vita þau hvað þau hafa þegar kemur að Ólafi?  Af hverju hættir hann skyndilega við að hætta og býður sig fram fimmta kjörtímabilið?  Heldur fólk virkilega að hann muni stöðva umsóknarferlið inn í ESB?  Eða koma breytingum á stjórnarskránni til þjóðaratkvæðis?  Neeeiiiii.

Óli býður sig fyrst og fremst fram til að vinna málefnum Kínverja og Rússa á Íslandi brautargengi.  Olía fer kannski að finnast innan landhelginnar.  Siglingaleiðir um Norðurskautið að opnast.  Þá munu margir vilja vingast við okkur og forsetinn er búinn að velja okkur bandamenn að okkur forspurðum.  Við munum samþykkja þessar fyrirætlanir með því að kjósa hann enn einu sinni til setu á Bessastöðum.

Ég hnaut um að Ólafur kveðst sjálfur hafa lagt til tvær milljónir í kosningasjóðinn sinn.  Hvernig getum við vitað að sá peningur sé ekki áður kominn frá Huang Nubo eða Vladimir Putin?  Eða mögulegar aðrar framtíðargreiðslur af persónulegum reikningi forsetans.  Ekki er hægt að rekja það nema rjúfa bankaleynd og mér skilst að það sé lögbrot.  Jafnvel þó einhver blaðamaður fái slíkt yfirlit frá nafnlausum sendanda.

Ansi er ég hræddur um að fólk eigi eftir að sjá eftir að hafa kosið Ólaf Ragnar enn einu sinni yfir okkur.  Bara sú staðreynd að hann elur á ótta fólks svo því finnst það knúið til að greiða honum atkvæði er næg ástæða til að hunsa hann alveg þar næsta laugardag.  Þannig hafa margir falskir fuglar komist til valda og svo snúist gegn þjóð sinni.  Nægir að nefna Adolf Hitler í því sambandi.

Færðu inn athugasemd