Ég elska góðar samsæriskenningar. Sérstaklega þær sem fæðast í kollinum á sjálfum mér. Til að mynda tvær um hvers vegna forsetinn hætti við að hætta eftir sextán ár í embætti. Sú fyrri að Kínverjarnir þurfa á honum að halda til að hasla sér völl hérlendis næstu fjögur árin. Seinni að öruggur sigur Þóru hefði gert úti um drauma annarrar tvíburadóttur hans um Bessastaði eftir fjögur ár.
Nennti ekki að glápa á kappræðurnar á Stöð 2. Ekki eftir klúðrið síðast. Skilst þó að stjórnendurnir hafi staðið sig ágætlega. Finnst þó ótrúlegt að dráttur úr hatti hafi skilað uppröðun frambjóðenda: konur-karlar. Eitthvert leikrit þar á bak við.