Enn eitt ættarmótið framundan og ætlast er til að ég mæti sem fulltrúi allra systkina minna. Nenni þessu ekki lengur. Mætið bara sjálf! Mér leiðist að þurfa að deila þröngu rými með öðru fólki og er ekkert feiminn við að viðurkenna það.
Er haldinn slæmri innilokunarkennd og fæ köfnunartilfinningu ef loft að utan blæs ekki óhindrað inn þar sem ég sef. Og verð að hafa að minnsta kosti tvær útgönguleiðir. Annars fríka ég út. Gruna stundum að ég hafi verið sleðahundur í fyrra lífi.
Nei kallinn minn þú ert bara geðveikur eins og við öll hin :-) Félagsfælni og innilokunarkennd er ekki góð blanda fyrir svona fagnað he he…..ekki mundi ég heldur vilja gista þarna innan um alla….mín geðveiki er að ég þoli ílla hrotur og hljóð þegar ég fer að sofa ;-) Annars var planið að taka rúnt þarna uppeftir kannski ef áhugi er fyrir hendi af mínu fólki.
Sammála þér Tommi , við erum öll geðveik , Haldinn félagsfælni , innilokunarkennd og kvíða ! :-( Hmmm…Hver ætli ástæðan sé ? Hana veit ég …en þið ? Eddi minn …þú þarft ekki að vera fulltrúi minn ! Ég mæti yfirleitt ekki á svona samkomur og stórar veislur . Finnst þær yfirþyrmandi …gæti kannski kíkt á fólkið ef ég byggi á Islandi …en þar sem ég bý í Danmörku og er ekkert í sambandi við þessa ættingja ( kannski smá á facebook ) þá er hjá mér engin skylda að mæta á svona ættarmót ! Ef þér langar ekki , þá segðu mömmu það ! Þú þarft ekki að vera okkar fulltrúi. !!!
Jú, ég myndi þiggja rúnt þarna upp eftir. Ekki slæmt að hitta ættingjana dagsstund. Nenni bara ekki að gista nema þá einn út á túni í tjaldi. – Við erum nú meiri gestirnir! Hvergi hægt að bjóða okkur. Týpísk dæmi um fólk sem þolir ekki að ganga inn í aðstæður sem það hefur sjálft ekki fullkomna stjórn á. Ætli ástæðan sé ekki bæði sprottin frá uppeldi og erfðum.