Mér finnst svo skrítið að karlmenn nálægt mér og Þóru Arnórsdóttur í aldri skuli finna henni allt til foráttu. Nefna mann hennar sem afsökun fyrir að kjósa hana ekki eða hve ung börn þau eiga. Þessu halda menn fram sem eru sjálfir í nákvæmlega sömu sporum í bullandi uppeldi.
Sem segir allt sem segja þarf um viðkomandi karlpunga. Þeir munu greinilega aldrei styðja sínar konur jafn dyggilega og Svavar Halldórsson gerir einmitt núna. Munu aldrei fórna eigin starfi til að fylgja konu sinni eftir út í framboð. Í þeirra augum eiga konur bara heima bak við eldavélina og með útglennta fætur í lok dags.
Svo voga þessir pungar sér að kalla Svavar ofbeldismann fyrir eitthvað sem hvaða faðir myndi gera ef honum yrðu meinaðar samvistir með börnunum sínum. Og fyrir að lenda í slagsmálum eftir ball. Hver okkar hefur ekki lent í álíka rugli?
Ég vorkenni dætrum ykkar!