Evrópa er að renna kylliflöt á hausinn. Kreppan færist hægt upp álfuna og margir hérlendis trúa því virkilega að með því að sitja fyrir utan ESB munum við sleppa. Með því að kjósa áfram vin þjófa og kvótagreifa sem forseta, þá munum við sleppa með þann litla árangur í efnahagsmálum sem þó hefur áunnist frá hruni.
Skilja ekki að meirihluti útflutningstekna okkar er í evrum en ekki dölum. Aðild eða ekki skiptir nákvæmlega engu máli. Kreppan virðir hvorki himinn né höf landa á milli. Hún mun brjóta á Íslandsströndum fyrr eða síðar. Síðustu þrjú ár hefur ríkt niðursveifla. Í vetur mun allt botnfrjósa.