Framtíðin þolir enga bið

Í viðtali við þáttastjórnendur Armageddon á X-inu FM97.7 lýsti Þóra að hún væri utan við trúfélög og ekki kristinnar trúar.  Þetta eiga netmiðlar og fávitar sem verma athugasemdakerfi þeirra eftir að grípa á lofti.

Hver er í raun kristinn á þessu hundheiðna landi?  Við hýsum fjölmörg hlið að Helvíti í gegnum eldfjöllinn okkar.  Sótt var að sjálfum Ólafi Ragnari árið 1996 fyrir trúleysi en hann laug sig út úr því með því að þykjast trúa á Guð.  Þóra er hugrakkari en svo.

Merkilegast fannst mér lokasvar hennar.  Að hún myndi ekki bjóða sig aftur fram að fjórum árum liðnum ef hún myndi tapa þessum kosningum.  Þar hafið þið það sem teljið Þóru of unga og eiga ekkert erindi inn á Bessastaði fyrr en kamelljónið ÓRG hefur lokið sér af.

Tækifærið gefst aðeins núna.  Framtíðin þolir enga bið.  X-ÞÓRA!

Færðu inn athugasemd