Kryddpíurnar

Þær voru kallaðar Scary (Melanie Brown), Baby (Emma Bunton), Ginger (Geri Halliwell), Posh (Victoria Adams/Beckham) og Sporty (Melanie Chisholm).  Spice Girls yfirtóku heiminn árið 1996 með laginu Wannabe.  „Girlpower“ var orðin staðreynd.

Allar stelpur (og margir strákar) veggfóðruðu herbergin sín með plakötum af sveitinni og keyptu diskana þeirra ásamt allskyns öðrum varningi. Markaðssetningin er enn í dag talin ein sú best heppnaða og arðvænlegasta í sögunni.  Samt gáfu þær bara út þrjár stórar plötur.

Nú á að setja upp söngleik með lögunum þeirra sem mun án efa slá í gegn.  Þvílík snilld!

Færðu inn athugasemd