Kokgleypt

Byrðar lýðræðissins eru miklar.  Stundum snýst það upp í andhverfu sína eins og núna þegar minnislaus lýðurinn fékk að ráða för.  Vonandi mun EFTA-dómstóllinn ekki dæma okkur aftur til steinaldar í haust fyrst við létum blekkjast til að hafna Icesave III.  Þá mun nú koma annað hljóð í skrokkinn hjá aðdáendum ÓRG.

Ekki hafnaði ÓRG Icesave I (Svavarssamningnum) sem var þrisvar sinnum verri en sá síðasti.  Hollendingar og Bretar leystu okkur undan honum vegna fyrirvara Alþingis.  Þá allt í einu sá forsetinn sér leik á borði til að ná endurkjöri.  Upp frá því fór leikritið í gang.

Fyrsti þáttur var að hafna II og III.  Annar að þykjast ætla að hætta til að laða að mótframbjóðendur.  Þriðji að láta Guðna Ágústsson safna undirskriftum. Fjórði að hefja baráttuna af krafti tveimur vikum fyrir tímann meðan helsti andstæðingurinn lá á sæng og gat ekki beitt sér sem skyldi.  Fimmti að ófrægja maka Þóru.  Sjötti þáttur að spyrða hana að ósekju við ríkisstjórnina.

Og lýðurinn kokgleypti þvæluna. Okkur er ekki viðbjargandi. Þýðir ekkert að röfla þegar ÓRG nælir fálkaorðunni í bringuna á Huang Nubo fyrir að hafa keypt upp hálendið og hálfa borgina. SAUÐIRNIR YKKAR!!!

Færðu inn athugasemd