Æ, mikið er gott að þessar kosningar eru að baki. Þá þarf ég ekki að æsa mig meira út af þeim. Var enda óþarfi því þetta er nær valdalaust embætti. Bara forsetinn sem gerir sér ekki grein fyrir þeirri staðreynd.
Leiðarljós (Guiding Light) tekið af dagsskrá vegna einhverra höfundarréttarmála úti. Sem er sennilega tómt bull og þvættingur. RÚV tímir bara ekki lengur að kaupa seríuna. Við tekur einhver þýsk sápuópera. ÞÝSK!!! Hver nennir á glápa á slík leiðindi.
Mér finnst dagsskráin á RÚV vera að fyllast af evrópskum leiðindum. Sennilega til að fylla 45% kvótann í nýjum lögum um stofnunina. Gera okkur meira evrópskari í stað amerísk. Langt er seilst til að koma okkur inn í ESB.
Annars skiptir þetta engu máli. Sjónvarpsstöðvar eru að verða úreltar. Fólk stjórnar sinni dagsskrá sjálft með netinu. Og þegar blessaðir kommúnistarnir í menntamálaráðuneytinu fatta það, þá munu þeir reyna að stjórna netumferð inn í landið.
Risaeðlur niður á Alþingi neita að stíga inn í nútímann og minnka pappírsflóðið með því að nota spjaldtölvur. Frekar á að halda áfram að prenta út öll skjöl í 63 eintökum fyrir 30 milljónir á ári. Tölvurnar myndu spara þennan kostnað um meira en helming.
Sveitalubbi eins og Steingrímur Joð má ekki til þess hugsa að leggja frá sér yfirstrikunarpennann sem hann mundar svo ótt og títt í þingsal meðan röflað er yfir hausamótunum á honum. Sendum þingheim á tölvunámskeið!