Niðjamót

Þorði ekki annað en að gegna mömmu og dröslast austur í Fljótshlíð á ættarmót. Þó það væri ekki nema yfir daginn.  Nennti ekki að gista.  Við bræður og gaurarnir hans skildum svo gömlu eftir þegar við brunuðum í bæinn seint um kvöldið.

Langaði eiginlega ekki að mæta enda ferleg mannafæla en sé svo ekki eftir því. Skil ekkert hvaðan ég hef þessa fælni – DJÓK!  Hafði ekkert að óttast enda fólkið hennar Fjólu ömmu einstaklega vinalegt og skemmtilegt.  Mjög fallegt og gróðursælt þarna í sveitinni og flott útsýni.

Í bakaleiðinni skutluðum við frænku á Bestu hátíðina.  Rosalega fannst mér ég vera orðinn gamall við að sjá unga fólkið skemmta sér.  Reyndar skar einn sköllóttur sig úr á bílastæðinu. Sennilega útlendur gaur á mínum aldri eða eldri í gráum flauels Adidasgalla með gullkeðju um hálsinn. Kannski er enn pláss fyrir risaeðlur eins og mig á útihátíðum!?

Færðu inn athugasemd