Loksins smá sigur fyrir ritfrelsið á Íslandi. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir tveimur blaðakonum í vil og áréttar að það er ekki hægt að dæma þig fyrir að hafa eftir orð viðmælanda þíns eins og íslenskir dómstólar hafa verið að gera síðustu árin.
Fólk hefur ekki einu sinni mátt vitna í opinber gögn eins og gamla dóma eða gamlar blaðagreinar. Allt dæmt dautt og ómerkt og háar fésektir lagðar á þá sem voga sér að segja sannleikann. Nú verða þeir dómar vonandi leiðréttir og látnir ganga til baka og sektirnar líka.
Dómstólar landsins eiga að skammast sín og hreinsa út þá dómara sem hafa dæmt á þennan hátt. Þetta lið hefur greinilega lesið lagabálkinn á hvolfi í háskóla!