Netið logar vegna verkstjóra sem var að perrast í unglingsstúlkum í Árborg. Fimm ár skilja hann að tvítugan og stelpurnar fimmtán ára. Glæpur hans fólst í að segja digurbarkalegar rekkjusögur af sjálfum sér og vinum sínum eftir hverja helgi.
Auðvitað átti hann að halda kjafti. Viðbrögð bæjarfélagsins eru hinsvegar sorglegri. Fóru í vörn og sökuðu stelpurnar um leti og óhlýðni. Þess vegna hefði hann dónast í þeim. Þvílíkir andskotans fávitar!
Man eftir fýr sem sagði okkur strákunum í unglingavinnunni sögur í kaffitímum. Okkur gaurunum fannst þetta bara fyndið þá. Er nokkuð viss um að hann hafi hallast í báðar áttir og fengið út úr því að klæmast við táningspilta. Kynferðisleg áreitni varð ekki til fyrr en löngu seinna.
Eins man ég eftir verkstjóra um tvítugt sem átti í erfiðleikum vegna ásóknar stúlkna í flokknum hans. Þær létu hann ekki í friði með daðri og áreynslum. Á þessum tíma hefði hann bara verið hleginn út af skrifstofu yfirboðara síns, hefði hann kvartað undan stelpunum.
Dónaskapur brýst fram í ýmsum myndum.