Talið upp að tíu

Netið er lifandi miðill sem póstar athugasemdum fólks samstundis í kringum hnöttinn. Við Íslendingar ætlum seint að kveikja á þessari staðreynd. Athugasemdakerfi dv.is er gott dæmi.  Fúkyrðaflaumurinn og hatrið sem þar birtist dag hvern gæti knúið áfram orkuver.

Sjálfur er ég engin undantekning.  Hef drullað svoleiðis upp á bak mér með vanhugsuðum athugasemdum um menn og málefni.  Eyði þeim vanalega daginn eftir núorðið.  Eða einfaldlega tel upp að tíu og sleppi því að leggja orð í belg.  Oft má satt kyrrt liggja.

Færðu inn athugasemd