Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknar má eiga að hann fer ekki leynt með ástæðu þess að hann ætlar að bjóða sig fram í Norðausturkjördæmi. Að þar séu spennandi tímar framundan með opnun norðurleiðarinnar í siglingum og olíuleit.
Eins og faðir sinn forðum með Kögun ætlar sonurinn að sölsa undir sig þau tækifæri sem Austfirðingum mögulega bjóðast með umskipunarhöfn og þjónustu við olíuleitendur. Ætlar að taka Halldór Ásgrímsson á þetta, en hann smíðaði kvótakerfið fyrir fjölskylduútgerðina sína á Höfn.
Spurning hvort að Sigmundur sé genginn Huang Nubo á hönd og ætli sér að verða kínverskur kvislingur austur á Grímsstöðum. Sennilega best fyrir Framsókn að losa sig sem fyrst við þennan pabbastrák og kjósa Höskuld sem formann.