Hellisbúinn

Stundum grunar mig að ég sé einum of kurteis gagnvart konum.  Komi fram við þær eins og brothættar postulínsbrúður.  Og þess vegna sé ég enn einn. Þrátt fyrir gagnstæðar fullyrðingar þá kjósa konur durga fram yfir herramenn.

Allt í kringum mig sitja sveittar karlrembur og fautar að fögrum konum.  Þeir voru ákveðnir eins og hellisbúar.  Festu sér konu með látum.  Gáfu skít í góða siði og kurteisi.  Slík hegðun er líka bara skáldskapur í bókum og kvikmyndum.

Færðu inn athugasemd