Kosningar í nánd

Skil ekkert í fyrstu hreinu vinstristjórn Íslands. Af hverju ætlar hún að hækka tryggingargjald á fyrirtæki og stofnanir um rúma þrjá milljarða um leið og hún skellir þúsundum atvinnulausra á framfæri sveitarfélaganna.

Vinnumálastofnun á að sjá um málefni okkar atvinnuleysingjanna. Ekki fátæk bæjarfélög kringum landið.  Núverandi stjórn vill greinilega ekki láta kjósa sig aftur til valda.  Svo mikið er ljóst!

Bara rugl að hafa þriggja ára tímamörk á atvinnuleysi.  Sérstaklega á þessum óvenjulegu tímum.  Landið fór á hausinn.  Þúsundir misstu atvinnu sína.  Stór hluti þeirra býr núna og starfar í Noregi.  Restin þreyjir þorrann á Klakanum án þess að fá vinnu.  Þar á meðal ég.

Allt er gert til að fegra atvinnuleysistölurnar fyrir fjölmiðla.  Kosningar eru í nánd.  Vonandi sjá blaðamenn í gegnum blekkingarleikinn og segja sannleikann.

Færðu inn athugasemd